Um mig
Ég er íslenskur hljóðhönnuður og tónlistarmaður með aðsetur í Kaupmannahöfn, menntuð frá Danska sviðslistaskólanum, Den Danske Scenekunstskole. Tónlist hefur fylgt mér frá barnæsku og leikhúsið varð fljótt næsta eðlilega skref – staður þar sem hljóð og frásögn mætast og skapa nýja heima.
Ég vinn þvert á listgreinar og hef sérstakan áhuga á samstarfi þar sem hljóð getur þróast í nánu samspili við önnur tjáningarform. Það er sérstaklega spennandi að vinna með sviðslist – orkan sem verður til þegar hreyfing og hljóð spinnast saman er einstök.
Ég hef unnið við allt frá leikhússýningum til sjálfstæðra verka. Ég er vandvirk og legg áherslu á fagurfræði. Ég lít á verk sem lifandi fyrirbæri sem er alltaf hægt að þróa áfram og setja í ný samhengi.
Ég er ávallt forvitin um nýtt samstarf og opin fyrir að fjölbreyttum samvinnuverkefnum með öðrum, þar sem við könnum hvað hljóð getur verið – tilfinning, stemning og frásögn.
Menntun
Den Danske Scenekunstskole
Bachelor í sviðslist (hljóð)
águst 2022 – júni 2025
Scenekunstshøjkolen Snoghøj
Auteur & sviðslist
águst 2020 – júní 2021
NEXT KBH Teater-, udstillings- og AV-teknik
Tækninám við framleiðslu og uppsetningu
águst 2017 – águst 2019
Rytmisk Center
Hljóðstúíó-tækninám
februar 2017 – maj 2017
Endilega hafið samband við mig til að fá frekari upplýsingar, tón- eða hljóðdæmi eða finna tíma fyrir spjall um mögulegt samstarf.
Þórdís Ívarsdóttir | Hljóðhönnun, sviðslist og tónsmíðar | Netfang: thordis.ivarsdottir@gmail.com